
póstur númer 251 og ég er komin "heim".
Ég er ofsalega hrifin af gæsalöppum og notað þær við hvert tækifæri.
Home is where the heart is.
Ég bara er ekki viss hvar mitt hjarta er þessa stundina.
Ég var ekki tilbúin að fara frá sólríku danaveldi, ég hafði það svakalega fínt þar.
Rauðu Dóratheu skórnir voru keyptir í Barcelona í þeirri trú að þegar ég smelli hælunum 3svar sinnum saman þá púff-hr.dani er mættur! við nútíma dóratheurnar höfum lítið að gera með galdraþuluna heima er best þegar við erum að ferðast um allan heima og geim en okkur veitir hins vegar ekki af stráklingi sem strýkur okkur og kelar.....
þetta eru því töfraskór sem ég legg til að sérhver stelpa fjárfesti í; aðeins smella hælunum 3svar sinnum saman og endurtaka: égvilgóðanogsætanstrák,égvilgóðanogsætanstrák,égvilgóðanogsætanstrák
og púff!
allt fyrir aðeins 19 evrur í stradivarius; og geri aðrir betur!
Annars tók það verkefni að mér að kynna mér sjöbenhávn aðeins betur, ein. Ég hef alltaf verið með túrgæd og hef því lítið pælt í hvar við erum stödd eða hvaða hverfi sé hvar og þannig en úr því var bætt þar sem ég lagði borg undir fót og fór að skoða....
Ég las Hemmingway á Islandsbrygge í sólinni, fagnaði skólalokum einhvers grunnskóla á Radhuspladsen og horfdi á stelpur dilla sér á kjötkveðjuhátíðinni

á Ströget og borðaði góðan mat á Istegade.....
Ég bjóst aldrei við þessari játning en......
Danmörk er farin að grow on me.
Kannski er það Hr.Dani, kannski góði maturinn og fínu kaffihúsin, kannski eitthvað bara allt annað..?

Ég skil ekki Hemmingway.
Það hefur reynst mér þrautinni þyngri að stafa mig í gegnum 260 bls af bókinni hans Garden of Eden. Þegar ég náði loksins að klára hana með miklum erfiðsmunum og mörgum hléum og uppgjafarstunum þá er ég ekki viss um hvað hún skildi eftir sig.
Kannski er ég ekki nógu gáfuð fyrir Hemmingway, það gæti verið skýringin.
Eftir að hafa haft miklar áhyggjur af vitsmunum mínum sökum tregðu í skilningi þá byrjaði ég að skrifa litla sögu. Haldiðið að í miðri sögunni minni hafi ég ekki bara "fattað" þessa elsku og monagétrois pælingarnar hans því að ég var nefnilega farin að herma eftir honum.
Merkileg uppgvötun.
Mér finnst hann samt leiðinlegur og með leiðinlegan ritstíl og ég ætla ekki að gefa honu

en ég byrjaði með Andra.
Eða maðurinn minn hann andri.
Við áttum heita nótt á flugvellinum í Alicante fyrir nokkrum vikum....
þarna var ég stödd ein á moskítóinfested flugvellinum á Spáni eftir 5 klst kósí flug með express og ég gat ekki látið hann andra minn frá mér. ég bölvaði upphátt og í hljóði, ruglaðist á spænsku og ítölsku og hótaði aðförum að valgerði.
mér finnst þetta merkilega lesning, svo mikið er víst. mér fannst ég geta fundið hitann og ásttíðuna sem andri minn lagði í bókina, það hafa verið nokkrar andvökunætur við gerð hennar svo mikið er víst...
en svo er það einnig þannig að ég bara veit ekkert um þetta mál og því er ofsalega auðvelt fyrir mig að lesa þessa bók og verða alveg spinnigal en er ég að fara leggja leið mína upp á hálendið og mótmæla?
kalt mat, nei.
ég er samt alveg spinnigal yfir öllum þessum framkvæmdum, ætla það sé svosem ekki líka í tísku í reykjavík (fólkið að sunnan) að vera á móti virkjunum?
ég og annaK sáum myndina hans Ómars Ragnarssonar og okkur misbauð yfir nauðgun náttúrunnar, gerðum við eitthvað?
Neinei, við bara lágum þarna á sunnudagskvöldi í rosalegri þynnku, nenntum ekki að ná í fjarstýringuna og skipta um stöð og jöpluðum því á hálendinu og devitos pizzu, skolaði niðri með súperdós af kóki.
alveg spinnigal vegna stóriðju.
ég og annaK fórum líka á eðal tónleika sem hétu Hætta eða Hjálp, ég var aldrei viss svo ég kallaði þá bara báðum nöfnum; ætli Damon hafi grætt eitthvað á aluminium laginu?
undirskriftaglaður þegn íslensku þjóðarinnar.
ég skrifaði undir DV listann í janúar, fæðingardeildarlistann í maí og sigfús sem prest í apríl; ég skráði mig víst líka óvart í samfylkinguna....
svona er stelpan sjúk í að skrifa nafnið sitt, eiginhandaáritanir all over the pleis.
mætti ég og mómætli fyrir utan alþingi?
nei ég held það hafi lent á miðvikudegi og þá koma nýjar vörur í HogM í Barcelona.
og hvað svo?
Ég keypti 4prentun bókarinnar, fullt af fólki að lesa og alveg jafn spinnigal og ég en....
hvað svo?

á litlu torgi má sjá þessa gömul kirkju þar sem veggirnir eru holóttir eftir aftökur hermanna á "föngum", kannski á tímum Francos, man það ekki. frekar magnað.
fyrir ofan dyrnar á kirkjunnu er brennandi hjartað sem er oft notað í Rómeó og Júlíu sögunni, reyndar kristilegt tákn en svo jú get it.
Í Spánverjalandi var kíkt tvisvar á ströndina, verslað í HogM, haldin kvenfögnuður mikill og suprise afmælispartí, drukkið rauðvín, borðaður góður matur og sungið með Bo Halldórs-klassískur í 25 ár...
Stelpan náði að pikka upp nokkur lykilorð í spænsku eins og skónúmerið sitt og að biðja um reikninginn, gagnaðist mér heldur betur á tælenska staðnum í köben þar sem þjónninn var flaming gay spánverji sem varð ástfanginn af hr.dani; per favor!
Ég er þakklát fyrir gæslappir.
"Freelance" er gott að að setja í gæslappir.
Ég held að freelance sé annað orð yfir atvinnuleysi...
Ég er "freelance" þannig ég hef löglega afsökun yfir að vinna ekkert nema ég nauðsynlega neyðist til þess og þá er það vegna þess að ég fékk "verkefni"...
þangað til er ég bara "freelance" að bíða eftir "verkefnum"..
en gaman að geta komið með flott enskt orð yfir atvinnuleysi og iðjuleysi, mér finnst það smart.
lífið er fullt af gæsalöppum. ""
ég las Dætur Kína í barcelona.
Ég vildi ég gæti sagt að ég hefði grátið yfir hryllingssögunum sem konur segja frá í þessari bók eða að mér hafi verið svo brugðið að ég hafi tekið um hjartað mitt og lagt bókina frá mér....
þó svo að sjáanleg tilfinningaviðbrögð hafi ekki verið til staðar þá hreyfði hún samt við mér og sumar sögur þurfti ég að lesa tvisvar til að reyna skilja það sem ég var að lesa.
Kynferðisglæpir og kynferðisleg misnotkun gagnvart konum.
milljón ára gömul rulla, bara í mismunandi búningi.
þarna upplifði annan vanmátt; hvort ætla ég að berjast á móti virkjunum eða kynferðisofbeldi?
erfið spurning.
svo eru dönsku skvísurnar að þrengja kynfærin sín og það er til svokallaður "bændagreiði" á sjúkrahúsum landsins.....
hvaða hálvita datt í hug að segja að pjöllur væru ljótar eða að þær ættu að vera svona og hinssegin?
ég minnist þess ekki að við stelpurnar séum mikið að kippa okkur upp við hvort hann beygji til hægri eða vinstri?!
það er svo margt í þessum heimi sem ég ekki skil.
svo margt sem ég ekki veit er kannski í lagi en svo ofsalega margt sem ég ekki skil.
kannski ef ég klikka hælunum saman og segji einhverja töfrarullu þá mun ég skilja þetta allt saman og hjálpa fólki að líða betur.....
þangað til er hægt að ná í mig í 1717 og kannski í tölvupóstu hjá eiríku frænku í boston.
siggadögg
-sem er heima að lesa Fanny Hill, memoirs of a woman of pleasure-
4 ummæli:
Góð pæling með skónna... Ég fer kannski og kaupi þá í bláu!
Og já annað... þú gleymdir svoldið af fötum hérna! hehehe...
KjólUM skóm, slatta af nærfötum, bolum og svo er ég að vona að þú hafir tekið svörtu buxurnar mínar, Því ef ekki að þá hef ég týnt þeim og ég verð að segja að ég minnist þessi ekki að hafa labbað nærbuxunum á heim!
Lucy Luu
jæja hryssa tröll, hverju helduru að ég hafi lent í um helgina???? það segir við mig myndarlegur piltur að nafni ásgeir að ég líti alveg eins út og Yrsa nokkur Gylfadóttir!
Ég verð að játa að ég var mjög uppi með mér, ekki á hverjum degi sem mér er líkt við hana yrsu mína....
en já parís, þar er gott veður og gott að vera, kannski ég bara selji nokkur bréf og skelli mer??
ég er alveg að verða þunglynd á þessari rigningu og ofsaveðri hérna á þessu landi sem ég bý á..
en annars skildist mér svo að þú sért að koma heim..?
ohhhh PARÍS....
Takk SÚPER fyrir seinast, þú varst svo ofur sæt&fín að þú ert búin að vera á replay í hausnum á mér að dansa við Austin Powers :)
Já það væri fínt að eiga svona "Dórótheu skó", annars hefur mig lengi dreymt um að eiga "beam machine"
"Arna Sigrún"
Skrifa ummæli